[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Malus Gærkvöldið var rosaskemmtilegt. Giggið gekk vel og varð mikið fjör undir það síðasta - mikil ást í húsinu - átti ég þó eitt lag í mér enn og háði það kerlingunni þó nokkuð, en DJ var mættur á svæðið sem stal óvart showinu þegar við ætluðum að telja í uppklappslag, en það var allt í lagi, við fórum á Rósenberg þar sem tónlistarmenn voru í þvílíku stuði að úr varð djammsession. Það var náttúrulega ekki annað hægt en að sækja draslið á Hressó og tengja mæk og annan og fékk ég því að ná þessu úr kerfinu að þurfa að gaula smá meira og söng nokkur lög. Rosalega gaman alveg. Svo var tjúttað fram undir morgun.
Coolistaverðlaunin hlýt ég hinsvegar fyrir uppfattelsi. Þar sem kominn var dagur, háþrýstiþvottabílar um allt að þrífa og allir farnir heim nema vökudýr sem byrjuðu seint á tjúttinu, var búið að loka Hlölla, Nonna og öllum standard snarlstöðunum. What to do you ask? Ó jú. Þá labbar geimVEIRA inn á almennilegt hótel eins og hún hafi aldrei gert annað og fær sér alvöru morgunmat með Þjóðverjunum og Japönunum. Þetta mun ég endurtaka, þetta tók allan skyndibita algjörlega í nefið. Þetta var algjörlega frábær endir á góðu kvöldi.
:: geimVEIRA:: kl. 13:07:: [+] ::
...