| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: föstudagur, maí 13, 2005 :: Jæja, engir alvarlegir skandalar sönglega séð hjá manni í kvöld. Tónleikar Steinars voru mjög flottir. Á leiðinni "niðrí bæ" til að hitta "allt fólkið" (sem var svo bara ekkert allt niðrí bæ... utan ein gæðasál) gat ég meira að segja borðað kvöldmat... fyrsti maturinn sem ég meikaði í dag. Nú hefnist mér hinsvegar fyrir hann, reyndar "bara" brjóstsviði... skömminni skárra en dramað sem búið er að vera á mallanum mínum síðan í gær og í nótt (eða já.. semsagt fyrradag og fyrrinótt), en óttalega er maður samt viðkvæmur ennþá. Best að lúlla sér. Kvótinn fyrir magakveisur er alveg uppurinn þetta árið!
|
|