[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Submitted Jæja, ég er búin að massa þriðju ritgerðina á útlensku og skila af mér skólaumsókn, fór líka með tölvuna mína í viðgerð í annað skipti á stuttum tíma, alveg svakalega óþægilegt að vera án hennar, eiginlega allt sem ég vildi gera í dag krafðist Pjakks míns. Ég þurfti því að gera allskonar æfingar til að koma gamla jálknum í gang, en það hafðist þó á endanum, sem betur fer.
Ég er með svona þriðjudagspirring... eða ég held að það sé þriðjudeginum að kenna, kannski er það af því að síðasta hljómsveitaræfing í bili var í dag og liðhlaup yfirvofandi í annað skipti loksins þegar var möguleiki á að ná að massa eitthvað. Annars leiðist mér svona aðallega, sakna Pjakks.
En ég fékk mér bara kjúklingabaunabuff í tilefni af þessu öllu og óska ykkur velfarnaðar.
:: geimVEIRA:: kl. 20:00:: [+] ::
...