| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: þriðjudagur, apríl 19, 2005 :: Ég fór á fimmtudaginn á alveg ótrúlega skemmtilega súra tónleika með saxófónleikaranum Andrew D'Angelo. Hann er algjör hamhleypa á sviði, spilar ekki síst á hækjum sér og gargar í saxófóninn og framkallar furðuleg hljóð og óhljóð. Þetta var samt svakalega hressandi og skemmtilegt þetta var eins og einn stór hávær atómbrandari á köflum. Mjög gaman að sjá framan í tónleikagesti líka, sumir gapandi, sumir hlæjandi, sumir virkuðu skelkaðir og sumir geispuðu bara, en ekki ég mér fannst þetta eins og orkuskot. Svo fór ég að sjá tónverk Hilmars Jenssonar, "Líðan eftir atvikum" í Langholtskirkju á föstudagskvöldið. Þar var á ferð meira en 50 manna blásarasveit, slagverksleikar og Hilmar. Þetta var alveg magnað, rosalegur kraftur.
|
|