[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Nýtt ástarsamband er hafið. Eða í það minnsta endurvakið.
Ég fór fyrir nokkrum árum í Bose showroom í USA og hef ekki jafnað mig síðan og langar ekki í nema þess háttar heimabíó takk. Þegar ég prófaði svo heyrnartólin sem voru á öllum sýningartækjum í Apple búðinni var ekki séns að ég færi út nema með slík í farteskinu, enda ég með svo smáa hlust að ég get ekki notað svona sting-í-eyrun eins og fylgja með iPod nema í mjög stuttan tíma í einu.
Ég var svo að skella heyrnartólunum á mig eiginlega í fyrsta skipti síðan ég kom heim, bara steingleymdi þeim í öllum lasleikanum og aumingjaskapnum, og ég er hugsanlega komin með varanlega gæsahúð. Ég er að hlusta á Two Pages með 4Hero og bassinn í þessari græju er óóóóótrúlegur, já og ég var alveg eftir að hlusta á þessa plötu.. vá! Það kemur svona víbringur á eyrnablöðkurnar sem beintengist hrollkirtlum og gæsahúðinni. Þessi græja verður ágrædd á hausinn á mér núna. Hvað með það þótt einhver þurfi að tala við mann? Hvað með það að heyra í aðvífandi bílum úti á götu? Hvað með með það? Kannski nennir Elsa að kenna mér táknmál.
Nú þarf ég að finna mér föt með vasa svo ég geti haft iPodinn á blasti í hreingerningunni sem til hefur staðið síðan ég man ekki hvenær.
:: geimVEIRA:: kl. 15:08:: [+] ::
...