| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: miðvikudagur, mars 16, 2005 :: Ég fór í skyndibíó í gær og sá Ray, mjög skemmtileg mynd, Jamie Foxx rosaflottur. Ég er svo alveg búin að vera í holu í dag, var fullkomlega glaðvakandi í nærri alla nótt, sofnaði ekki fyrr en í morgun eiginlega, vaknaði þreytt og fúl, fór í skólann og var ekki að fíla þetta. Svo tók líka tölvan upp á því að drepast í dag, frekar fúlt allt saman, samt náði ég ekki að fara með hana í viðgerð því ég var svo sein í dag. Ég kom heim eftir skólann og borðaði pizzu og fullkomnaði aumingjaskapinn og 7000 kaloríu inntöku dagsins. Vá hvað verður gaman á morgun!
|
|