| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: sunnudagur, mars 06, 2005 :: Boston var alveg tekin með stæl, ég fór á NBA-leik sem var rosalega spennandi og skemmtilegt upplifelsi, fór út að borða hægri vinstri, smakkaði krabbba, og Blue Man Group sviku ekki. Ég fór og í búð eða tvær. Fékk mér langþráða skó og iPod og fylgihluti, slatta af görmum og er voðasæl með mig. Úti var ansi kalt og nældi ég mér í leiðindapest síðustu dagana, var með hálsbólgu mikla og er með flensu núna og hálfgerðan bronchitis, hita og beinverki og allan pakkann. Ég tæmdi nú einhverjar hillur í amerísku apóteki og bryð töframeðöl eins og mér sé borgað fyrir, sem virka ótrúlega vel. Töflur til að lina verki og kvefeinkenni, kolólöglega hóstasaft (efedrín er málið ú je) sem svínvirkar og Alkaseltzer kvefmeðal, enda er miklu flottara að drepast úr nýrnabilun af ofáti lyfja en kvefi. Gaman að vera í svona tilraunastarfsemi inn á milli hóstakasta. Maður varð náttúrulega að koma heim með ameríska veiru svona af tilefni dagsins pfft...
|
|