[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég er búin að laga bögg í template hjá mér á þessu bloggi þannig að nú er hægt að linka beint á færslur, tók líka í leiðinni til í hinu og þessu. Svo var ég alveg komin í stuð og lagaði ótrúlega leiðinlegan bögg í póstforritinu hjá mér.
Annars sá ég á þessa bíómynd jafngamla mér í kvöld og er þá búin að sjá Skytturnar 3 og Skytturnar 4. Ég á mjög margt eftir að sjá af bíómyndum, bæði nýjum og nýlegum sem og mjög gömlum. Það eru nokkrar myndir sem maður hefur alltaf ætlað að sjá en á alveg eftir. Eitt sem vakti athygli mína í myndinni í kvöld var klipping milli atriða sem maður bara sér eiginlega aldrei lengur en var mjög algeng minnir mig, þ.e.a.s. þegar samræður eða frásögn er sýnd en svo heldur myndmál áfram, jafnvel mikill hasar að fara í gang, en samræðurnar fljóta inn í næsta atriði, maður sér svonalagað helst þegar sögumaður er notaður, en mér finnst þetta lítið hafa sést.
Ég er samt núna fyrst að tengja hver Christopher Lee er, þótt mér hefði verið sagt það fyrir nokkru síðan, enda hreint ekki auðvelt að þekkja Saruman sjálfan sem skyttu í blóma lífsins með lepp fyrir auga og með púffermar. I'll be damned!
:: geimVEIRA:: kl. 03:19:: [+] ::
...