| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: laugardagur, febrúar 12, 2005 :: Mér finnst afar erfitt að sofna í roki. Sumu fólki þykir hvinurinn bara kósí og nýtur þess að heyra ýlið og lætin í veðrinu en ekki mér. Reyndar heyrist frekar mikið í veðrinu þar sem ég bý, en það er frekar svona að ég fæ hroll og fyllist einmanaleika þegar er svona veður. Veður fær að hafa allt of mikil áhrif á mig. Í dag var sól í augun mín og ég þurfti að nota sólgleraugu og allt og það bara bjargaði deginum gersamlega. Kannski geng ég fyrir sólarrafhlöðu?
|
|