| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: fimmtudagur, febrúar 17, 2005 :: Það er stundum verra að vera framarlega í stafrófinu. Eins og t.d. nú í morgun, þegar gemsi tók upp á að hringja í mig úr vasa þar sem ég var fremst í símaskrá viðkomandi. Ég missti náttúrulega af símanum og hringdi í viðkomandi og spurði hvort hann hafi ætlað að tala við mig. "Nei, ekkert sérstaklega!" og við tók hálffurðulegt "hvað segirðu annars" símtal, a.m.k. þetta snemma morguns og ég nývöknuð og krumpuð. Veit ekki alveg hvað ég á að gera núna, fór nefninlega ekki alveg nógu snemma að sofa til að vera vöknuð alveg strax, samt fyrr en oft undanfarið.
|
|