[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Dead Man Walking Eigenberg Það er bara eitt víst þegar ég sé David Eigenberg í sjónvarpsþáttum. Að hann deyr MJÖG fljótlega. Kannski er það röddin eða eitthvað, að framleiðendur sjá þann kost vænstan að drepa hans karaktera sem allra allra fyrst. Ég hef séð hann deyja í Third Watch, American Embassy, Touching Evil, held líka í Judging Amy og Practice... og núna dó hann í the 4400.
Ég þoli hann ágætlega, röddin fer svoldið í mig, en hann er bara svona greyið og leikur yfirleitt svona lækabúll gaura. Og alltaf saknar maður hans smá þegar hinn óumflýjanlegi dauði brestur á. Kannski þess vegna sem hann er látinn drepast alltaf, hann nær til fólks ef hann er notaður í hófi. Framleiðendur Sex and the city eru þeir einu sem hafa leyft honum að lifa nógu lengi í þáttunum til að þróa karakterinn sinn svei mér þá. Hann fékk allavega að lifa þar blessaður og meira að segja að fjölga sér. Garfield-liðið er greinilega sammála mér með röddina, ég var að lesa að hann ljáði Nermal rödd sína í bíómyndinni, ég hef ekki séð þá mynd. Nermal er pirrandi krúttkettlingurinn sem Garfield hatar. Ætli Nermal deyi í Garfield bíómyndinni kannski?
:: geimVEIRA:: kl. 22:44:: [+] ::
...