[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Work hard - play hard Ég kann alveg "work hard" - búin að vera á vinnumarkaðnum í rúm 10 ár. Ég kann næstum "play hard" - hef meira að segja lært mikið í því síðustu 2 ár eða svo. Undanfarið er þetta tvennt samt búið að vera mutually exclusive. Ég þarf að læra að vera í næn-tú-fæv pakkanum í vinnu hjá listagyðjunni en undir eigin verkstjórn. Play hard verður bara svo margfalt meira spennandi, þá einkum og sér í lagi ef það er í félagsskap. Ég er hrikaleg félagsvera. Vissi það nú deep down, en ég finn rosalega vel fyrir því að það eflir gersamlega allt annað þegar ég get núna spjallað við frábæra vini um ótrúlegustu hluti og þeir fatta mann! Ég er smám saman að meðtaka að núna getur maður auðvitað líka tekið "work hard" pakkann - en verið í félagskap við fólk sem maður fílar og velur sér sjálfur að eiga samneyti við og vinna með! Hversu mikil lukka er það? Þetta eru yfirþyrmandi miklir möguleikar á skemmtilegheitum - ég ætla að minna mig reglulega á eftir getu að ég megi njóta þess. Eina sem ég þarf að gera er að gera það. Bara gera það. Just do it!