[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Mig rámar í:
Að kyssa fallegar varir og vera aum á mínum eftir skeggbrodda í löngu keleríi
Að hafa ískaldar tásur og fá að hlýja mér á sjóðandi heitum tásum þegar ég skreið upp í
Að sofna í skeið
Að fá koss á augun mín
Að langa að fara að sofa af því að það var kósí
Að smakka rakspíra á nýrökuðum vanga
Að vera ekki einmana
Eitthvað rámar mig í þetta allt saman. Kannski var mig að dreyma.