[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ái Eins og mér fannst Jackass misskemmtilegir þættir og ég rétt svona brosti eða hló að einstaka atriði, fannst þetta of mikið rugl oft, þá er mér orðið illt af hlátri yfir myndinni. Ég fyrir algjöra slysni datt inn í eitt atriði og ég bara get ekki hætt að horfa, ég grenja alveg úr hlátri þetta er svo fullkomlega fáránlegt. Ekki allir sketsar góðir, en þvííílíkt hugmyndaflug. Wasabi-sniffið, strippari í japanskri hljómtækjabúð, stangarstökk af brú og Knoxville að láta skjóta sig, árás á loftviftu af trampólíni, geirvörtubit með krókódílaunga og myndatökumaðurinn að æla yfir öllu saman... mér er eiginlega orðið flökurt af hlátri. Þessir gaurar eru veikir í höfðinu, en djöfull er þetta fyndin mynd.
Ég er veik í höfðinu að vera ekki farin að sofa. Það er næstbest að sofna hlæjandi.
:: geimVEIRA:: kl. 04:40:: [+] ::
...