| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: þriðjudagur, janúar 18, 2005 :: Það eru svona dagar sem allt er asnalegt og leiðinlegt. Aðrir eru skárri, stundum fær maður bland í poka. Í gær fékk ég bland í poka. Fékk kolklikkaðan nágrannann yfir mig í náttslopp um hábjartan dag. Missti kúlið í söngtíma af þeim völdum, náði þó að útskýra mín réttindi og hvernig ég hefði ekki brotið nokkra einustu reglu. Amma mín þurfti að fara á spítala og allsherjar leiðindi í gangi. Um kvöldið var þó RISK massað og ég brotin á bak aftur af rauðu stórveldi - en það var í það minnsta gott distraction. Ég hef eitthvað eilítið getað æft mig í dag en vegna kvíðans út af þessum leiðindum hefur ósköp lítil rödd komið ég reyndi þó eins og ég gat.
|
|