[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Að vakna kl. hálfellefu á laugardagsmorgni.
Að vakna kl. hálfellefu á laugardagsmorgni við hamarshögg.
Að vakna kl. hálfellefu á laugardagsmorgni við hamarshögg og flísaniðurbrot.
Að vakna kl. hálfellefu á laugardagsmorgni við hamarshögg og flísaniðurbrot nágranna sem á sér stað beint f. neðan svefnherbergið mitt.
Að vakna kl. hálfellefu á laugardagsmorgni við hamarshögg og flísaniðurbrot nágranna sem á sér stað beint f. neðan svefnherbergið mitt og heyra síðan í urrandi flísaskurðarvél.
Að vakna kl. hálfellefu á laugardagsmorgni við hamarshögg og flísaniðurbrot nágranna sem á sér stað beint f. neðan svefnherbergið mitt og heyra síðan í urrandi flísaskurðarvél þegar mann langar allra mest að sofa út því maður fór að sofa kl. 7.
Óréttlæti heimsins gagnvart næturhröfnum sem kjafta fram eftir á sér engin takmörk í dag. Ég sé fram á að þessi hávaði verði fram eftir degi. Eyrnatappar hjálpa ekki. I'm fooked. Aldrei dytti mér í hug að vera með svona hávaða fyrir hádegi um helgi.. það má bara ekki í mínu landi. Að mega sofa út er bara prinsippmál fussumsvei!.
Annars var gærkvöldið-nóttin-morguninn einn ljúfleiki, pizza, öl og góður félagsskapur, það verður ekki svo auðveldlega slegið út.
:: geimVEIRA:: kl. 11:16:: [+] ::
...