[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Boðháttur sagnarinnar að kaupa Að*) gefnu tilefni þarf að minna á að boðháttur sagna er dreginn af rót sagnarinnar í nafnhætti.
Því er boðháttur sagnarinnar að kaupa: kauptu. Kaup þú. Kauptu. KAUPTU!
EKKI KEYPTU!
Arrrg!
Það þarf alvarlega að sparka í rassgatið á auglýsendum með þetta. Ég fæ illt í íslenskuna þegar ég sé þetta. Sögnin að keypa... hvað í andskotanum er það? Af hverju er þetta lið alltaf að segja manni að keypa eitthvað?
Málfarspirringi dagsins er lokið.
*) Og auðvitað er tilefnið gefið og að því gefnu segir maður... Af hvað? Meira hvað maður getur snappað pfft! Takk Jói - hver sem þú ert! Mér er núna bæði illt í íslenskunni og egóinu mínu.