[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
T minus 26 Jæja, prófið gekk sæmilega held ég bara, ég steikti eitt og annað en var ánægð með sumt. Nú er ég loksins komin með afsvar út af starfinu sem ég fór í viðtalið út af um daginn, en þar sem ekki hafði heyrst neitt í þeim var ég búin að afskrifa þetta hvort sem var, enda tvær vikur síðan ég fór í viðtalið. Það var samt ágætt að mér var tilkynnt að ég hefði komið "mjög vel til greina í starfið", ágætt að heyra það (hvort sem það er bara frasi eða hvað) vonandi er það bara satt og rétt.
Nú eru 26 dagar í yfirvofandi atvinnuleysi og með markaðinn svona svakalega rólegan og jól í aðsiglingu með sín rólegheit á vinnumarkaðnum er mér hætt að lítast á blikuna. Það má alveg fara að gerast eitthvað og það sem fyrst.
:: geimVEIRA:: kl. 14:35:: [+] ::
...