[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Hva? Ég var búin að tjá mig ansi mikið í gær en bloggið hvarf bara... veit ekkert hvað varð af því...
Helst í fréttum er að ég á nýjan hljóðnema, þennan líka fín Shure Beta 58A. Ég var á masterclassi allan föstudaginn og laugardaginn og síðan var Geimfarsæfing eftir það, hress laugardagur. Jú og svo kíkti ég reyndar á seinna sett tónleika með tríói Árna Heiðars, ósköp ljúft. Ég fékk mikið til að vinna úr á þessu masterclassi, maður á eftir að leggjast yfir þetta þegar tími gefst til. Ég hef nú unnið næstsíðasta mánudaginn, nú eru 8 vinnudagar eftir - úff. Ég er einn rússíbani þessa dagana, festi ekki hugann við nokkurn skapaðan hlut af viti.
:: geimVEIRA:: kl. 23:17:: [+] ::
...