[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Úffsí Margt og mikið hefur gengið á hjá mér síðustu daga, þó einna helst að tilvistarkrypplingurinn er búinn að taka ákvörðun um framtíðina og snúa öllu á hvolf og gera hobbýið að aðalstarfanum næstu mánuði, hella mér út í námið og hætta að vera að farast yfir yfirvofandi atvinnuleysi, enda ekkert hægt að gera þegar vinnumarkaðurinn er svona steindauður. Þar sem ég geri mér fulla grein fyrir að tónlistarnám er ekki hið arðvænlegasta er þetta ansi stórt skref og ógnvænlegt, þetta er samt algjörlega núna eða aldrei pakkinn... nú ætla ég, með stuðningi fjölskyldunnar, að stökkva og taka séns á mínum hæfileikum. Í anda alls þessa hef ég sótt masterclass í söng, verið við æfingar í bandi og samspili, en þess á milli myglað og talið niður hina svakalega niðurdrepandi daga sem eftir eru af vinnunni.
Masterclass Ég var ásamt fleiri nemum, valin til að vera virkur þátttakandi í nemendamasterclassi, svo ég tók sumarfrísdag og var stúdína í fyrradag sem var mjög skemmtilegt. Cathrine Sadolin, sem er ansi góður danskur söngkennari, kennir mjög lógíska nálgun að hinum ýmsu söngstílum, mér leist svo vel á þetta á miðvikudaginn var að ég sló til og ákvað að taka þátt í öðru ýtarlegra masterclassi fyrir atvinnumenn og lengra komna sem byrjaði í morgun og er allan morgundaginn líka. Fyrir utan að eiga nokkuð erfitt með að ákveða hvaða lag ég vil vinna með, hlakka ég mikið til bara, aldrei að vita nema maður fái lausn á einhverju sem böggar mann við ákv. lög, er að spá í að taka eitt lag sem aldrei virkar hjá mér - sjá hvað hún hefur til málanna að leggja. Ég var látin blasta út í eitt á miðvikudaginn allavega, mjög hressandi þótt ekki væru nú allt falleg hljóð sem heyrðust hehehe. Verst að margt af þessu sem mann langar að æfa sig síðan betur í og vinna með felur í sér heljarinnar blast, ekki alveg boðlegt í fjölbýli, maður þarf einhvern veginn að leysa úr því.
Einmana langþreytt geislaVEIRA og afi Egill Ég er algerlega að kafna í þessari niðurtalningu þar til ég hætti í vinnunni, sé mikið eftir tímanum orðið sem fer í þessa vinnu þegar ég þyrfti að nota hann í allt annað og skemmtilegra. Skólinn er að herðast mjög og með fullri vinnu gengur mér ekki mjög vel að sinna öllu sem ég þarf. Ég sæki líka meðferð vegna exems sem felur í sér þrjár mætingar á viku á göngudeild hjá yndislegum hjúkkum sem geisla mig og grilla, gott mál þar sem það skilar einhverjum árangri, en þeytingurinn milli vinnunnar, í meðferð og skólann, stressið yfir atvinnuleysinu og fjármálunum, leiði og kvíði in general hefur skilað mér einbeitingarskorti og lélegum svefni, svo ég, sem átti örugglega einhvers konar met í mætingu á jazztónleika síðasta vetur, hef ekki haft mig upp í að mæta nógu vel undanfarið ekki alveg verið að meika að koma mér út meðal fólks alltaf. Frábær upplyfting með félögunum og fjölskyldu síðustu helgi reddaði þó miklu, að vera loksins komin með einhvers konar ákvörðun í stóru málunum fer smám saman að síga inn. Ég hef ekki enn meðtekið hversu gífurlegir möguleikar opnast á að sinna almennilega því sem ég hef gaman af. Ég er enn ringluð yfir öllum pælingunum. Nú þarf bara að koma sér á jörðina, jafna sig á álagi undanfarinna vikna - reyna svo bara að njóta jólanna og rækta sálina og vonandi eitthvað fleira.
Verandi atvinnuleysingi ætti ég allavega að hafa tímann sem ég hafði ekki í fyrra til að setja upp jólaseríur tímanlega. Þetta myrkur og þessi kuldi fer alveg með mig, ef ég tryði á slíkt crap myndi ég halda að ég hefði í einhverju lífi orðið úti í fárviðri einhversstaðar ein og yfirgefin.
Ég er búin að fletta upp ættartengslum mínum við Egil Skallagrímsson, en hann er semsagt langalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangalangafi minn, og komast að því að ég er skyld Leifi heppna í móðurætt hans, en Eiríkur rauði er meðal fárra sem ég hef ekki reynst skyld við uppflettingu í Íslendingabók. En hverjum er ekki sama? .. eins og skáldið sagði.
:: geimVEIRA:: kl. 22:48:: [+] ::
...