[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Bono VOX Ég er búin að hnýta alla lausa enda sem ég veit af, nú er bara einn dagur eftir í vinnunni. Ég ætlaði að vera full tilhlökkunar en það fer meira fyrir kvíða eiginlega, vonandi lagast það þegar maður er búinn að finna sér takt í nýju lífi.
Um helgina var jólatjútt með vinnufélögunum. Það var einhver brjálaðasta máltíð sem ég hef fengið um ævina. Níu rétta orgía bragðlaukanna á VOX. Matseðillinn var sérpantaður og -hannaður. Fengum við humar, smálúðu, villisvepparisotto, villigæs, himneska andalifrarterrínu, osta, créme brulée og sorbet ásamt milliréttum, með þessu var drukkið kampavín, hvítvín, tvenns konar rauðvín, sætt hvínvín og eðalpúrtari með ostunum, kampavín til að loka hringnum, og svo kaffi á eftir. Kaffi og sjúkrabörur. Nei ég segi svona. Unaðslegt herbergi á efri hæðum hótels Nordica hefði þó verið vel þegið, en í staðinn var tjúttið tekið með trompi.
Ég er mest hissa á að hafa engan skaða borið af þessu í gær, engir timburmenn eða neitt, enda drakk ég heil ósköp af vatni. Andleysið var samt allsráðandi, en ekkert nýtt þar á ferð á sunnudögum hjá mér.
:: geimVEIRA:: kl. 20:58:: [+] ::
...