[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Stuð-tuð Undanfarna daga hef ég bara ekki átt orð, ekki getað bloggað um neitt sem mig langaði til og verið bara í rugli með svefn og fleira, bömmerar í gangi. Jazzhátíðin reddaði miklu og sótti ég eins margt og ég átti möguleika á:
Á miðvikudaginn tékkaði ég á tónleikum Atlantshafsbandalagsins. Þeir voru alveg magnaðir, mjög flottir tónleikar.
Á fimmtudaginn fór ég á tónleika með Rodriquez Brothers og Einari Val Scheving, voðalega fínir tónleikar, en náðu ekki að snerta mig neitt samt, þrátt fyrir massíft slagverk og fínan trommuleik, þetta var bara minna latin en ég átti von á.
Ég ákvað að taka mér sumarfrí á föstudaginn, fór á masterclass hjá Seamus Blake, sem var mjög gott, góð tilvitnun í Roy Hargrove varðandi hvernig hann æfði sig: "I just play shit".
Um kvöldið var úr vöndu að ráða því mig langaði á svo margt. Ég endaði með að fara á Bass Encounter og heyra í Árna Egilssyni, Niels Henning Örsted Pedersen og Wayne Darling fara á kostum. Mjög flottir gaurarnir en helst til of rólegt orðið á endanum svo maður brunaði niðrí bæ til að ná í Jazzband Eyjólfs. Það voru þrælflottir tónleikar og mikið fjör, en því miður náði ég bara nokkrum síðustu lögunum samt (enda var tilkynnt ranglega á Sögu að þeim tónleikum hefði verið frestað) og svo var stefnan tekin á Auto Reverse á Rósinberg, þar var svipað upp á teningnum og maður náði bara í 3 lög og svo var allt búið (og ég svoldið spæld því mig hafði langað svo rosalega að sjá þá og líka GRAMS tríó en þeir áttu að vera búnir á sama tíma). Það var því mikil hamingja þegar kom í ljós að GRAMS var bara að byrja á síðara setti sinna tónleika. Það voru svakalegir tónleikar. Mögnuð stemming og þessi undarlega orka og fjör sem einkennir þá pumpaðist inn í mann svo maður dansaði glaður út í nóttina og heim.
Á laugardaginn gerði ég ráð fyrir að fara og sjá Lög unga fólksins með Kristjönu, Agnari Má og co., en þegar kom í ljós að 2.500,- kallinn sem auglýst var að væru fyrir tónleika og hlaðborð, voru fyrir tónleika og svo sama svindl og í fyrra á tónleikunum með Röggu Gröndal (þ.e.a.s þegar auglýst var hlaðborð, en svo var bara einn diskur með illa útilátnum soggy morgunmat) ákvað ég að sleppa því að fara og reyna að ná í þetta prógramm síðar. Um kvöldið var það svo Brennslan og beint á Borgina til að ná borði. Það tókst þrælvel því maður sat á besta stað og fékk maður því B3 og Seamus Blake og síðan GRAMSarana og gesti beint í æð.
Tónleikarnir leystust upp í allsherjar flipp og fjör og spiluðu B3 menn og Seamus með Grams, Frikki skattaði og Kjartan Ragnarsson tróð upp, frábært kvöld alveg hreint. Síðan var trítlað um bæinn, dansað á Kúltúr þar sem Déjoð Sammi spilaði frábæra tónlist, tekinn Nonnabiti, farið í 2,5 eftirpartý og farið að lúlla að ganga níu um morguninn.
Á sunnudagskvöldið tékkaði ég síðan á lokatónleikunum, sem voru tónleikar Beefolk og Wolfgangs Muthspiel. Mér þótti Wolfgang flottur, en lítið jazzaður þannig séð - samt gasaflinkur og gaman að heyra aftur live notkun á sömplum (eins og Bumcello notaði á Nice Jazzfestival í fyrra). Bandið var það mest skitsó band sem ég hef séð. Um leið og eitthvað eitt var komið í gang og farið að grúva var öllu hent út og ekkert alltaf að mínum smekk allavega. Flinkir spilarar en allt útsett í tætlur svo stundum fannst manni maður vera í algjörri súpu bara. Stundum grúvaði allt svo fínt en aldrei nógu lengi til að heilla mann. Ekki tónleikar að mínu skapi, en í það minnsta fékk ég það magnaðasta hláturskast sem ég hef fengið í einhver ár þegar í hámarki ægilega tilgerðarlegs tónverks (sem skólafélagarnir voru farnir að leika hlaupandi elskhuga við og barnsfæðingar - svo überdramatískt og bíómyndatónlistarlegt var þetta á tímabili), að fiðluleikarinn fór að gagga einhverja óperutóna lengst uppí rassgati - og mín dó úr hlátri. Eftir tónleikana, var haldið á kaffihús í stórum hópi, sérlega skemmtilegt kvöld.
Hápunktur jazzhátíðarinnar að mínu mati var tvímælalaust þetta eina sett á föstudagskvöldið sem ég náði í með GRAMS-tríóinu og svo náttúrulega laugardagurinn góði:
Annað minnisstætt fyrir utan fóstbróðurhattinn sem sest var á og reception-gaur sem vildi ekki eftirpartý: "Well. Oil. Beef. Hooked!"- Seamus Blake.
Annars er það bara skólinn á fullu, atvinnuleit á fullu, hljómsveitaræfing á fullu. Eina sem er ekki á fullu er ryksugan, kannski maður setji hana á fullt um helgina.