[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Sólbrunnin drolldrottning í skítakulda Ég er búin að fara í UVB-ljós út af exemi á höndum og fótum þrisvar í viku í 3 vikur. Það er smám saman lengdur tími geislunarinnar og í dag var greinilega aaaaðeins of langur tími því ég er brunnin á höndunum.
Á morgun á ég starfsviðtal fyrir mjög spennandi starf, er upp með mér að hafa verið boðuð í viðtal, vonandi lagast sólbruninn fyrir morgundaginn. Ég er aðeins of spennt til að sofna, en verð að reyna það núna. Nú er drollið alveg komið í hámark.
Annars var góður söngtími í dag og ágætis æfing í kvöld. Á morgun er svo annar söngtími og önnur æfing, bara allt að gerast. Líklega klárar maður samt fúttið í viðtalinu.
:: geimVEIRA:: kl. 02:18:: [+] ::
...