[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ljúft. Mjög ljúft. Eftir að fara nokkra hringi með kósípartýpælinguna var tekið af skarið þegar félagi minn kom með hina frábæru hugmynd að elda saman kjötsúpu. Kósípartýið var því sett á með stæl. Frábær kjötsúpa og svo óvenjulegt meðlæti: brauð með tímianhvítlaukssmjöri, sem reyndist frábært með, Trivial Pursuit árgerð 1985 spilað og síðan eina spilið sem ég sökka ekki feitt í, Pictionary.
Svo fékk ég mér líka dökka rommið sem ég hafði á heilanum, það reyndist enn betra en ég hélt, þetta var hið mesta kósíkvöld.
:: geimVEIRA:: kl. 20:10:: [+] ::
...