[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Úff Ég varð svolítið hrædd í dag um að MBoxið mitt væri bilað. Ég fékk svoddan truflanir og ljótheit, svona eins og í biluðum hátalara svakalega slæmt urg. Ég notaði alveg massíva útilokunaraðferð, skipti um snúrur og míkrafóna, fiktaði í gaini bæði á græjunni og í ProTools en allt kom fyrir ekki. Var búin að update-a firmware og ég veit ekki hvað og hvað þegar ég loksins fattaði hvað var á seyði. Þá hafði ég verslað mér lengri usb-snúru en fylgdi með og var þetta það eina sem ég hafði ekki prófað að skipta út, en ég hafði steingleymt þessu. Þetta var svo eftir allt saman það sem var að. Hjúkk.
Ég er búin að læra ýmislegt í dag, setja inn track beint úr Band-in-a-Box, setja reverb og svona delay og hitt og þetta.
:: geimVEIRA:: kl. 20:42:: [+] ::
...