[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ljúfur dagur Dagurinn í dag var þrælfínn. Ég vaknaði eftir gott útsofelsi, fékk vinkonu mína í heimsókn og æfði tónheyrn með henni, drakk te og tók hressilegt "Guð og lífið" samtal sem teygðist úr. Svo hittumst við aftur í kvöld, ég eldaði mexíkanskan mat og við borðuðum saman og spjölluðum í besta yfirlæti, hún gaf mér eftirrétt sem ég hef ekki smakkað í háa herrans tíð, grillaða banana með ís. Frábær félagsskapur, fínn matur, ljúft kvöld í alla staði.
Þar sem ég vaknaði svona frekar seint er ég ekki orðin þreytt ennþá. Ég skoða atvinnuauglýsingar og spekúlera í framtíðinni. Ferilsskráin mín er uppfærð svo það er ekkert því til fyrirstöðu að byrja að dúndra út umsóknum.
:: geimVEIRA:: kl. 03:43:: [+] ::
...