[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ái nr. 2 Mér tókst að hanna alveg nýtt aulabragð áðan. Ég eldaði mér risarækjur í rauðu karríi með svörtum hrísgrjónum. Risarækjur fær maður með halanum og ég tók hverja með gaffli og sleit einhvern veginn frá, nema ein rækjan ákvað að ráðast á mig. Merkilegast var þó hvað þessi chilisteikta rækja valdi sér agalegan stað til að ráðast á, nefninlega mitt fræga rauða vinstra auga - ái. Ég varð því að rjúka eineygður andskoti fram á bað til að skola rautt karrí úr auganum mínu, sem var einmitt næstum að verða eðlilega útlítandi aftur. Ekki það að ég hafi ekki lent í að fá smá chilismit í augað, en þetta er alveg nýtt met hjá mér að ná að fá rauða chilisósu og rækjuhala beint í galopið augað. Ég er búin að skella 2 ampúlum af Oculac táravökva í augað, en það er nokkuð bleikt. Gasalega smart.
Ég ætla að skella mér í sturtu og reyna að slasa mig ekki. Svo eru það útgáfutónleikar Hjálma.
:: geimVEIRA:: kl. 20:55:: [+] ::
...