[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Geisp Kemur ekki á óvart. Mér finnst svo fullkomlega lógískt að geispar séu smitandi hjá hópdýrum. Það hlýtur að stuðla að samstillingu hópsins að það syfja smitist að einhverju leyti. Ég finn allavega með sjálfa mig eftir að ég varð einhleyp að mér gengur margfalt verr að fara að sofa og finna til syfju þegar ég er ein heldur en í félagsskap. Ég kannast vel við að geispar smitist milli hunda og manna, enda hundar líka hópdýr. Ég smitast alveg af geispum hjá alls konar kvikindum.
Ég er búin að geispa circa 23 sinnum við þessi skrif. Hvað geispaðir þú oft við að lesa þetta?
:: geimVEIRA:: kl. 10:49:: [+] ::
...