| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: mánudagur, september 06, 2004 :: Ég svaf bara í fjóra tíma aðfararnótt sunnudagsins, vaknaði samt svona líka þrusuhress. Var samt bara í rólegheitum þannig séð í gær, en dreif þó í að skrá mig hjá ráðningarstofu og henda inn umsókn hjá fyrirtæki sem mér líst mjög vel á. Það er alveg magnað hvað þetta tekur í raun langan tíma að fylla út þessi form hjá ráðningarstofunum. Ég er með allar upplýsingar uppsettar í CV og get þannig séð kópíerað á milli, en engu að síður tók þetta 2-3 tíma bara að skrá sig á einni stofu, enda vill maður vanda mjög vel til svona verka. En maður er allavega kominn á skrá á einum stað.
|
|