| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: mánudagur, september 13, 2004 :: Ég fór á sérlega vel heppnað vinnudjamm á föstudaginn, endaði svo á Kaffibarnum þar sem smá kvarnaðist upp úr hópnum en ég endaði bara ein og nennti ekki heim strax. Svo var smá kjaftatörn tekin við hinn og þennan og síðan farið heim of seint eins og vanalega. Það var ljúft að sofa út á laugardeginum, en svo eldaði ég mér grænmetissúpu og fór svo á tónleika með Stórsveit Nix Nolte og heyrði þar nokkur búlgörsk lög sem gríska bandið hefur verið að taka, það var mjög gaman að heyra þau í flutningi annarra og frekar fyndið að geta hummað með svona framandi lögum og voru nokkur dansspor tekin af tilefni dagsins.
|
|