| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: miðvikudagur, september 01, 2004 :: Ég er búin að liggja í mikilli naflaskoðun, allt og allir í kringum mig segir mér að tilvonandi atvinnumissir sé tækifæri fyrir mig að endurskoða allt og hella mér út í sönginn og tónlistarnámið enda hefur full vinna og nám verið ansi þungt og skilið lítið fjör eftir í manni til nokkurs annars. Tilvistarkreppan er hinsvegar að ég þarf fjárhagsaðstoð til þess og hef ekki efni á tekjumissinum sem skerðing vinnuhlutfalls fæli í sér svo og það að ég er með afskaplega sérhæfða og mikla þekkingu í bransa sem ég er algerlega komin með nóg af. Launalega séð er besti kosturinn að halda mig innan hans, enda ég með einna mesta reynslu m.v. aldur sem þekkist í honum, en nú þegar maður neyðist til að endurskoða sín mál sé ég að mig langar mikið til að skipta fullkomlega yfir í eitthvað allt allt annað og þá vinna ekki meira en 60-70% starf til þess að hafa tíma og orku í tónlistarnámið. Þegar ég leyfi mér að hugsa um þetta sem möguleika í stöðunni finn ég til þvílíks léttis og tilhlökkunar. Ef þetta gæti gengið (sem tæki svakalega mikið átak) myndi maður loksins geta sinnt þessu námi sem skyldi og ég er síðustu 2 árin loksins farin að finnast ég hafa meira í þetta að gera en koma að náminu sem tómstundastarfi. Fólk hefur svo sem sagt mér það lengi að hætta bara að vinna (pffft?? hver getur það?) og fara í full swing söng. Ég hef meira að segja verið hundskömmuð fyrir að liggja á söngnum og leyfa ekki fleirum að njóta (híhíhíh) og verið sögð vond fyrir vikið. Ég er náttúrulega vondVEIRA en það er af því að ég er kvikindi. Nú kæmí sér vel ef væru í boði skólastyrkir með uppihaldi og alles eins og fyrirfinnst erlendis, núna þyrfti ég alvarlega á slíku að halda. Í draumalandinu fæ ég hálft starf sem borgar mjög vel og er mjög skemmtilegt, bæti við mig píanónámi og syng allan daginn. Pant fá að gera svoleiðis! Hver ætlar að kenna mér á píanó? Ég sökka alvarlega á píanó. Sem minnir mig á það, ég verð að láta stilla píanóið... hversu alvarlega brenglað er að láta sig dreyma um að minnka við sig starfshlutfall um leið og maður er í næstdýrasta náminu í boði í skólanum, vera að horfa fram á gjaldþrot fljótlega og ætla síðan að kaupa sér þjónustu upp á 10 þúsund kall?
|
|