[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Colour Purple Í dag er ég í þremur fjólubláum flíkum. Geri aðrir betur.
Ef veðrið byði upp á það, væri ég kannski í þessum 3 flíkum einna klæða, en það er ekki raunin í þessu skítaveðri. Ekki pantaði ég þetta ógeð, oj.
Dagurinn í gær var nokkuð strembinn, fór í skemmtilegan jazzsögutíma reyndar og svo hljómsveitaræfingu. Fjögur ný lög bættust á lista æfðra laga: Tyrone (Erykah Badu), People Make the World Go 'Round (Stylistics), Love Hater (OutKast) og I Wish (Stevie Wonder). Allt hressileg lög. Reyndi svo að fara snemma að sofa, enda alveg búin á því. Samt sofnaði ég ekki fyrr en ca hálftólf, en það er reyndar mjög snemmt fyrir mig.
Í eyrunum: Sigur Rós. ónefnt lag nr. 1 af ( )
:: geimVEIRA:: kl. 08:26:: [+] ::
...