[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Boink! Ég fór á hið ágætasta jamsession í gær, vel var mætt og mikið spilað. Það munaði nú ekki miklu að ég missti af því samt, því ég asnaðist undir teppi eftir kvöldmat, því mér var svo kalt, stillti vekjaraklukku en allt kom fyrir ekki. Ég steinsofnaði, slökkti á klukkunni, og svaf áfram. Það var því mjög vel þegin upphringing frá vini mínum sem tékkaði á mér klukkan hálfellefu. Þegar allt var búið í Stúdentakjallaranum skelltum við okkur niðrí bæ, kíktum á blús á Rósenberg, rákum nefið inn á Næsta bar og 22 en enduðum á Kaffibarnum. Þar var vel troðið og fékk ég litla fólkið högg beint á hausinn, ekkert fast en nóg til að ég fann smá til í vöðvabólguöxlunum mínum þegar hausinn kýldist svona niður. Ég hugsaði ekkert um það meira í gær, í dag er ég hins vegar með rosaverk úr öxlum og inn í heila, ái.
Mér finnst sérstaklega óviðeigandi að lögmenn úti í bæ reyni að hafa áhrif á skipun dómara með hvaða hætti sem er. Þess vegna þykir mér mjög undarlegt hversu margir hafa skráð sig á stuðningslista Jóns Steinars. Það er óumdeilt að karlinn er klár, en það er líka óumdeilt að hann er umdeildur. Verði hann skipaður í Hæstarétt finnst mér ekki nógu sniðugt að til sé listi lögmanna úti í bæ sem reyndu að beita þrýstingi til þess að viðkomandi dómari yrði skipaður. Mér sem umsækjanda um embætti með jafn skýra kröfu um vammleysi myndi afþakka og reyna að stoppa af svona lista. Þótt menn meini vel þykir mér ótækt að einhver dómari hafi lista stuðningsmanna úr bransanum á bakvið sig, því spurningin má ekki einu sinni vakna um hvort menn af listanum fái síðan betra veður en aðrir, svo rík er krafan um óhlutdrægni. Það er ljóst að Jón Steinar nýtur stuðnings, gott fyrir hann, þessi listi mun samt skemma fyrir honum frekar en hitt hugsa ég. Hæstiréttur yrði ekkert verri þótt hann yrði laus við Jón í bili hugsa ég samt.
:: geimVEIRA:: kl. 13:09:: [+] ::
...