[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Það var mjög gaman á giggum gærdagsins. Við spiluðum á Líknardeildinni í Kópavogi og brunuðum síðan niður í bæ og spiluðum í gleraugnabúð. Þetta gekk alveg ágætlega, hressandi aðeins að troða upp.
Svo héldum við hópinn þau sem ekki voru með fyrirfram ákveðin plön, fórum niðrí bæ og leituðum að stað til að borða, sem var náttúrulega mjög bjartsýnt kl. rúmlega sjö og víðast 1-2 tíma bið eftir borði. Samt á endanum fengum við borð inn á indversk-pakistönskum stað sem heitir Shalimar. Þar fengum við fínan mat alveg og sátum og drukkum bjór og spjölluðum.
Flugeldasýningin var rosafín, merkilegt hvað þarf lítið til að gleðja mann, bara liti og björt ljós. En þegar við ætluðum að setja okkur í samband við restina af hópnum kom í ljós að sem á fyrri Menningarnóttum hrundu gsm-kerfin svo engin leið var að ná sambandi við rest hópsins. Ég hafði ætlað að fara á Hjálmatónleika á Grandrokk en það var meiri stemming innan hópsins að fara á Geirfuglana. M.v. mannfjöldann og símasambandsleysi ákvað ég að halda hópinn, svo þegar maður var búinn að borga sig inn og kominn með borð var ljóst að maður færi ekki fet, en við náðum aldrei í neinn krakkanna fyrr en undir það seinasta. Þetta var ágætisfjör, ég dansaði og skemmti mér mjög vel.
Ég er enn með grænt í auganu mínu. Fór að sofa með vitlausa sæng og varð kalt í nótt, ekki nógu sniðugt hjá mér. Ég er komin í græna teið og sólhattinn. FARÐU KVEF!