[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Kill Bill II - gallaður diskur Það var Kill Bill maraþon í gær með pizzu og tilheyrandi. Þar sem ég átti eftir að sjá mynd nr. 2 var þetta mjög gaman. Það var því ansi súrt þegar uppgötvaðist að mynddiskurinn er gallaður og á hann vantar segja mér fróðir menn ca. 10 mín og eyðilagði þetta þónokkuð flæði myndarinnar, enda Herra Tarantino mikið að leika sér með það að vanda, söguþráðurinn slitnaði þó nokkuð. Ég fer því og ætla að heimta endurgreiðslu, dauðsé í rauninni eftir að hafa ekki pantað myndina frá Amazon eins og ég ætlaði mér fyrst. Við vorum með 2 DVD diska og báðir voru eins svo þetta er galli í framleiðslu. Ótrúlega lélegt.
Í kvöld fer ég svo á Hjálmatónleika en á morgun er það James Brown sjálfur.
Airport Express græjan er farin að virka, en það tók ansi mikið fikt og komst ég á sporið þegar Tryggvi benti mér á að tengja græjuna beint með kapli við tölvuna (en ekki routerinn). Þá fékk ég loksins að aftengja routereiginlega AE og skella WEPinu inn. Þetta er alveg magnað. Í gær setti ég hátalaralinga út í glugga og gat hlustað á netútvarp í gegnum lappann. Ég fann mér útvarpsrás sem spilar bara standup og hló mig því í svefn. Nú á ég eftir að prófa prentaraeiginlega græjunnar, en ef það virkar sýnist mér þetta allt vera að ganga upp hjá mér. Ég er líka búin að prófa að setja þetta við lan í vinnunni og fá með því þráðlaust net, en er eftir að sjá hvort maður lendi ekki í veseni þar sem ég er núna búin að gelda routerfuncionina. Ætti samt ekki að vera neitt mál. Gaman að fikta í þessu.
:: geimVEIRA:: kl. 08:20:: [+] ::
...