[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
James Brown - Mr. Cool Ég meikaði að fara á Hjálmatónleikana á föstudaginn og skemmti mér ágætlega eftir atvikum, tókst reyndar að fá glerbrot í hendina, en meiddi mig ekki mjög mikið, svo trallaði ég með krökkum niðrí bæ, enda ekki að meika að fara heim að sofa, það var bara mjög fínt. Á laugardaginn var ég svo boðin í þennan fína mat til Sigurdórs og Sice og svo fórum við á James Brown tónleikana. Ég var alveg gáttuð hvað þeir voru flottir. Karlinn fór gersamlega á kostum og var með mikið show í farteskinu, dansara ljósashow flott band og maðurinn dansaði líka svona þrælflottur á því, þótt gamli krúttlegi bassaleikarinn með skeggið hafi stolið senunni á tímabili. Ég skemmti mér konunglega alveg frábær að fá að sjá karlinn í fjöri, síðan var tekin stefnan niður í bæ þar sem mikið var spjallað. Ég náði því að gleyma mér sæmilega, fékk reyndar megabömmerinn í gærdag var sem betur fer ekkert þunn þrátt fyrir að hafa drukkið bjór í fleirtölu og eitt tequilaskot (já og eitt sambucaskot í þokkabót). Eftir mikla naflaskoðun í gær og pælingar er ég alveg með heavy hnút í maganum og leið mér hreint ekki vel í dag enda mjög erfiðar ákvarðanir framundan og ég ekki hugaðasta konan í heimi þegar kemur að stórum breytingum.
Mér finnst þetta veður líka alveg óþarfi. Skítt veður.
Ég ætla að smíða dellukarrí því ég hef verið með chili á heilanum síðan á laugardaginn þegar ég fékk svo hressandi heitan mat, maður verður alveg hooked á svona hita. Og mér veitir ekki af hita núna. Mér er skítkalt.
:: geimVEIRA:: kl. 18:19:: [+] ::
...