[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Gott band, þrusugott band. Ég var medium krumpuð í vinnunni í gær, en hafði það af. Svo fór ég í semi-græju dæmi og verslaði kapla, annan XLR kapal sem er styttri en sá sem ég átti fyrir, millistykki og usb kapal, enda sá sem fylgdi MBoxinu ansi hreint stuttur. Svo réðst ég á ljótuna og hafði mig til fyrir tónleika Kvintetts Sigurdórs Guðmundssonar.
Nú fékk maður loksins að heyra í þessum blessuðu Dönum og þeir hafa alveg verið innflutningsins verðir og meira til, þrusugóðir alveg. Mjög gaman að heyra líka öll þessi frumsömdu lög Sigga og Sigurdórs. You turn Sigurdórs var alveg magnað í þeirra flutningi og varð mín að passa sig alveg á tímabili að missa ekki kúlið í einum kaflanum þegar H.C. var svona þvílíkt ljúfur á því með bassamassanum. Þessi trommari var líka ferlega góður (ég tek alltaf eftir góðum trommurum). Þetta voru mjög flottir tónleikar og allir sem misstu af þeim mega naga sig í handabökin. Vonandi fær maður að heyra einhvern tímann aftur í þessu bandi.