[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég lenti í nokkuð spaugilegri könnun hjá Gallup varðandi gosdrykki. Þar sem ég er alveg svakaleg í Diet-Coke drykkjunni voru svörin meira og minna á þennan veg.
"Já. Nei. Diet Coke. Frekar sjaldan. Nei. Diet Coke. Diet Coke. Sítrónutoppur. Diet Coke. Diet Coke. Of dýrt. Diet Coke." Ég og könnuðurinn vorum alveg komnar í hláturskast.
Mér finnst að Vífilfell ætti að gefa mér afsláttarkort, ég þori að veðja að ég er með mestu drykkjarsvolum þessa mjaðar á landinu. Talandi um drykkju, þá gekk hressilega á bjórinn síðustu helgi þegar ég fékk hjálp við lagerinn, svo útlit er fyrir að maður hressi upp á birgðirnar, aldrei að vita nema maður fái sér enn og aftur öl.
Í kvöld fer ég samt í matarboð, á morgun var ég að vonast til að ná æfingu en eitthvað eru sms-in lengi á leiðinni frá mér, allavega fæ ég ekki svar svo ég æfi mig líklegast bara ein.
Annars óska ég barasta öllum svona, þannig og allavega innilega til hamingju með Hinsegin daga!
:: geimVEIRA:: kl. 11:33:: [+] ::
...