[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Fínasta, ágætasta helgi bara. Já já já. Ég fór í þrusustelpupartý á föstudaginn, með heitum ofnrétti og bleikri köku og freyðivíni með kirsuberi. Svo var trallað niðrí bæ og á 22 þar sem var kjaftað og tjúttað fram eftir morgni. Á laugardeginum kom í ljós að partýskortur var yfirvofandi en allir í stuði fyrir þess háttar... ég mannaði mig upp í að taka skemmri skírn í þrifum og blés til hittelsis heima hjá mér og sá ekki eftir því. Ótrúlega vel mætt miðað við að vera óundirbúnasta partý sem ég hef haldið, við sátum til rúmlega 3 en þá var ákveðið að skella sér niðrí bæ. Óttalega þreytt stemming orðin fannst mér í bænum samt, náttúrulega kl. orðin margt, en þetta var alveg ágætt. Í gær á þessum sunnudagslaugardegi þótti mér alveg synd og skömm að sofa fyrir framan sjónvarpið og vera í überrólegheitum og þegar ég heyrði að fleiri voru í þannig skapi varð úr að ég fékk heimsókn og varð mikið og gott chill úr þessu. Við kjöftuðum og kláruðum eftirlegubjóra sem ég fann hér og þar, enda ég ekki þekkt fyrir að klára bjórkippur áður en ég kaupi næstu sort. Kom sér ágætlega og hitti næturdýrið nærri ofjarl sinn í kjaftatörnum að næturlagi og var sko spjallað til 8 í gærmorgun, mjög ljúft.
Ég var samt ansi þreytt orðin í gærkvöld og svo til svaf af mér æfingu og tilkynnti skróp með mikilli skömm. Ég held að ég hafi samt náð að fara að sofa það snemma að ég muni á endanum laga sólarhringinn... mér líður samt ekki þannig núna. Núna væri ég til í að fara að sofa, vakna síðan um sexleytið og hafa grillpartý, maður er náttúrulega alltaf til í geim. Það er reyndar ekki svo gott, því ég er víst vinnudýr í dag. Bót í máli er þó að það eru jazztónleikar á Grandrokk í kvöld. Ég hlakka til, enda alltof langt síðan maður hefur farið á jazztónleika.
:: geimVEIRA:: kl. 08:40:: [+] ::
...