[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Alveg met Það var með því betra sem ég hef ákveðið að taka mér annan sumarfrísdag í gær. Hitametið yljaði mér svo sannarlega og ég sólaði mig úti á svölum ásamt því að fara í sjúkranudd. Frábær dagur. Í gærkvöld var svo stefnan tekin á Doors-tribute tónleika, en þegar af opinni æfingu Grams-tríós Davíðs Þórs, Helga Svavars og Jóels Pálssonar fréttist á Sirkus var ákveðið að kíkja þangað fyrst. Þetta hófst mun seinna en til stóð og þegar þeir voru byrjaðir var ekki fræðilegur að yfirgefa svæðið maður stóð bara og gapti. Ég hef ekki gerst svo fræg að koma inn á Sirkus áður og fannst mér þetta mjög sérkennilegt og skemmtilegt samansafn fólks. Ég komin í þennan svaka sumarfrísfílíng (og gleymandi svona mátulega almennilega að ég væri alls ekki í fríi morguninn eftir) fékk mér alveg bjór í fleirtölu kjaftaði mikið og skemmti mér þrælvel alveg.
Mér finnst ég mikil hetja að vakna ágætlega hress eftir 3ja tíma svefn, gef ekki mikið í hvernig maður endist í dag samt, en það er eins gott að taka tónleikana í kvöld með trompi fyrst maður skrópaði í gær, ég er búin að heyra að þeir hafi verið alveg magnaðir.
Ég hef svo margs til að hlakka, æfing í dag, tónleikar í kvöld, æfing og útilega um helgina. Ég hef ekki tíma til að sofa, vinna eða gera nokkuð það sem eðlilegt telst svo sem taka til heima hjá mér, en enn og aftur var draslarinn busted. Hvað vil ég í jólagjöf? BUTLER! But of course!
:: geimVEIRA:: kl. 08:37:: [+] ::
...