[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Vááááááááá!
Loksins drattaðist ég í að fikta í MBoxinu og ég er vægast sagt mjög hrifin. Digidesign er með kennsluvídeó á netinu sem ég fann fyrir margt löngu en hafði ekki gefið mér tíma fyrr til að skoða. Þetta er það einfalt að hafandi verið á hljóðtækninámskeiðinu um árið og verandi með þessa fínu kennslu var ég farin að taka upp á fullu á hálftíma. Ég vissi að þetta ætti að vera þægilegt, en var ekki búin að fatta að þetta væri alveg svona lítið mál. Þetta fikt mun náttúrulega leiða af sér enn skuggalegri græjusýki, en það er nú bara gaman að því.
:: geimVEIRA:: kl. 18:57:: [+] ::
...