[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Mig var að dreyma að ég væri í strætó og svo stoppaði ég og keypti mér sjálflýsandi bleika skó en var búin að maxa út gullkortið svo ég bætti við þúsundkalli í peningum og nota bene ég borgaði skóna í strætónum. Ég á semsagt bleika skó í draumalandinu.
Annars rættist mjög vel úr gærkvöldinu hjá mér, ég fór með my parental unit og vinafólki á Kaffi Kúltúr og fékk falafel, mjög ljúft. Síðan hitti ég frítt föruneyti Siglufjarðarfara og tók ákvörðun um að skella mér með (jafnvel þó ég endi kannski ein úti í horni í miðaldavísnasöng úff) þetta verður í versta falli ævintýri, en ég hlakka til held þetta verði bara mikið fjör. Síðan leystist fundurinn upp en eftirlegukindin ég sat sem fastast og drakk bjór og lenti á trúnó eins og ég á til. Mjög fínt kvöld í alla staði - og ég sem ætlaði ekki að nenna út!
Maður á alltaf að drífa sig... ég er allavega búin að læra það.
:: geimVEIRA:: kl. 08:56:: [+] ::
...