[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Uppstrumpari - strumpatogari Linkasafnið vex smám saman ég var að bæta við linkum hjá mér, ég er bakvið tjöldin að fikta mikið í þessu öllu saman hjá mér.
Í kvöld er tjútt með vinnunni minni - stefnir í huggulegasta kvöld með fínum mat - ég er að komast í fúttgírinn.
Ég er búin að vera að taka rúnt um raftækjaverslanir, en videótækið mitt tók upp á því að endanlega gefa upp öndina, svo ég ætlaði að finna ódýrt en gott tæki í staðinn. Þar sem ég á bágt með mig í svona búðum skoðaði ég bara þessi 2 tæki sem voru á boðstólum á hverjum stað (og það voru sko sömu 2 tækin í helmingnum af búðunum) og leist ekki sérlega vel á þau, svo fann ég tæki sem var aðeins skárra en alls ekki spennandi samt og of dýr að mínu mati.
Svo var alveg farið með mig, þegar mér var tjáð í einni verslun að DVD-skrifararnir sem ég vissi að væru komnir, geti alveg skrifað á rewriteable diska (nokkuð sem ég bara hélt að væri ekki ennþá hægt) svo þá varð mín alveg snældu(diska?)óð og er búin að skoða svoleiðis græjur líka. Ég er tækjadýr dauðans - ó já. En samt ágætis pæling hvort maður eigi að spandera eitthvað í almennilegt myndbandstæki sem er orðið úrelt pæling eða borga of mikið (þótt vissulega sé þetta orðið ódýrara nú en fyrst) fyrir DVD-upptökutæki. Oh... ég er allavega of mikið sjónvarpssófadýr til að vera án upptakara. Spurning að fá sér bara tappatogara?
:: geimVEIRA:: kl. 11:44:: [+] ::
...