[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Sykurpúðlublogg Á föstudaginn var fór ég í afmæli til hennar Vigdísar það var fínt alveg, ég færði henni ferlega sniðuga bók (eða mér fannst hún svo sniðug því hún verður í Frakklandi í sumar) þarna fékk ég líka andlit á nokkra bloggara sem var gaman, suma þekkti ég aðra ekki - sum andlit komu á óvart. Svo endaði ég á öldurhúsi með FÍH-dýrum og fleiri góðum sálum. Ég var alveg á mörkunum að nenna með vegna þreytu en sá nú aldeilis ekki eftir því að hafa drifið mig, því ég fékk boð í útilegu sem til stóð að fara í á laugardagskvöldið. Ég var á báðum áttum en ákvað svo að skella mér bara með, enda útilegur eitthvað sem ég hef verið háð í fjölda ára, en ekki komist í allt of lengi. Á laugardaginn, eftir að sofa út, dreif ég mig og verslaði pollagalla enda átti ég engan slíkan, sem gengur náttúrulega ekki í svona ferð, jú og svo fékk ég mér flísbuxur og var því vel gölluð upp. Svo skellti ég mér á Jómfrúna og náði mér í jazz og sneið, dreif mig svo að versla nesti og að pakka niður. Útilegan var síðan í Hvalfirðinum á einu besta tjaldstæði sem ég hef séð svo nærri borginni, við vorum svo ótrúlega heppin með veður, það hélst þurrt alla nóttina og ég fékk lit í morgunsólinni þar sem setið var úti og sungið undir berum himni. Nýi gallinn alveg að svínvirka og frábær fílíngur. Þetta var algört innspýting í sálina að komast með í þennan túr, enda fallegt veður og góður félagsskapur í náttúrunni eitt það besta sem ég upplifi. Svo fékk maður að rökræða pólitík sem ég geri alltof sjaldan, en þarna gafst kjörið tækifæri, það er svo gaman þegar maður fær að spjalla við víðsýna vitsmunalega jafningja. Þetta var líka ágætis prufukeyrsla á nýju augun, en ég sá bara hvern stein og mosabing upp eftir öllum hólum og hæðum, magnað! Þessi túr fékk alveg 11 á skalanum 1-10.
Í gær fór ég til tannlæknisins míns og hafandi fundist þessi skrítla svo sniðug hér að neðan, varð ég að láta karlinn fá Hermann brandarann... ég held að hann hafi ekki haft húmor fyrir þessu samt - bömmer, hann sem er svo hress. Hann hefur kannski analýserað þetta of fræðilega, hugsað um einhvern hræðilegan gómasjúkdóm og fundist þetta gróft.
Ég fór með bílinn minn í alþrif og blettun og bónun áðan, er spennt að sjá hvernig til tekst. Bíllinn var orðinn svo skítugur blessaður. Spurning að tralla með hann á sölu bara ef hann verður almennilega fínn.
Svo stendur til að sofna ekki mínútuna sem ég kem heim í kvöld, eins og í gær, og tengja græjur. Það er tími til kominn að tengja!
:: geimVEIRA:: kl. 09:50:: [+] ::
...