[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Helgin var ljúf, ég fékk tvöfaldan skammt af Ragnheiði Gröndal, og fór í nudd, lá í leti og naut þess í botn í gær, fór reyndar í fínasta göngutúr um Öskjuhlíð og kom inn á Nauthól í fyrsta skipti. Alveg sumarstemmingin í botni, grill og dvd-gláp í faðmi fjölskyldunnar í gær.
Ég tek reglulega kastið að vilja hoppa á einhverja díla til fjarlægra landa í frí, mig vantar að kúpla mig almennilega niður. En líklegast chillar maður heima og fer áfram í nudd, en sjúkranuddarinn fann akkúrat það sem hefur líklega böggað mig lengi. Vöðvahnúta alveg hreint við stórar taugar sem fara inn í hausinn á manni, þegar ég var nudduð þarna fór allt af stað. Ég fékk fyrst kitl í hálsinn og þurfti að kyngja og kyngja, svo smá nefrennsli, síðan bara opnaðist allt og ég táraðist og var alveg við að kúgast og bara hafði ekki undan að sjúga upp í nefið og varð að setjast upp og fá vatn og snýta mér og allegrejer. Allt af því að ég var nudduð rétt fyrir neðan eyrun.
Þar sem mér finnst allt svona líffræðidæmi svo skemmtilegt er ég búin að tékka á þessu, þetta eru semsagt taugar sem ganga inn í höfuðkúpuna neðan við eyrun og kvíslast síðan þrískipt, um allt andlit upp á enni, inn í nef, í tennur, höku og bara allt draslið. Ég semsagt er með bólgu sem þrengir að þessum blessuðu taugum. Ég sem hélt ég væri bara með eymsli út af bólgnum eitlum eða eitthvað (fannst reyndar staðurinn frekar asnalegur - of aftarlega og ofarlega), en hérna er þetta allavega sýnt: