[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Gullbrá og tónleikarnir þrír Í fyrradag fékk ég frábæran kvöldmat á Sjávarkjallaranum, allskyns fiskrétti og einstaka kjötrétt, allt hvert öðru ljúffengara, svo var tjúttað frameftir með vinnufélögunum, mjög vel heppnað kvöld.
Ég vaknaði nú eldhress alveg í gærmorgun, alveg þynnkulaus, en ákvað samt að leggja mig aftur (en svaf þá allt of lengi). Vaknaði ekki fyrr en um miðjan dag en kíkti með Sigurdóri á Stórsveitina og Ragnheiði Gröndal um kvöldið(þar var alltof kalt) svo tekinn var kakóbolli með stæl og náð kjarnhita upp fyrir 36°C og tékkað á Tómasi R (þá var manni mátulega heitt í smátíma enda dillaði maður sér aðeins með) og síðan var tékkað á Nortón þar sem skólafélagar m.a. Atli, fóru á kostum (þar var allt of heitt - tengist því kannski aðeins að vera í flíspeysu inni, í sveittu margmenni), en þetta var mjög fínt kvöld, fallegt veður þótt væri kalt.
Í kvöld er meiningin að fara í útilegu með skólafélögum, hún leggst ekki eins vel í mig og síðast, enda ekki jafngóðu veðri spáð og ég með hálsbólgu eftir kulda gærdagsins. Að sofa úti í kulda er líka ansi óþægilegt, reyndar á ég agalega hlýjan svefnpoka (eiginlega of hlýjan) og goretex pollagallinn fær að kenna á því aftur svo ég er vel búin. Og eftir að hafa pissað úti í snjóstormi þá er það minnsta málið að girða niðrum sig úti í móa í sumarkuli.... pffft fer nú létt með það! Þetta verður örugglega megafjör bara! Þar sem gista á í 2 nætur er ég farin að brjóta heilann hvernig ég ætla að fara að því að hafa mat annaðkvöld sem ekki veldur mér matareitrun vegna óæskilegrar geymslu við stofuhita, brjótibrjótibrjóti... ég nenni ekki að vera með í maganum. Mér þætti það verra. En tveir dagar í náttúrunni verða hressandi!
:: geimVEIRA:: kl. 09:58:: [+] ::
...