[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Það er sumar, það er sumar, það er víst sumar! Ég læt ekki svona kulda gabba mig neitt. Ég læt ekki svona kvef gabba mig neitt. Ég læt ekki svona hauststemmingu og drunga gabba mig! Ó nei - svo það er alveg eins gott fyrir þig að koma strax aftur - já ég er að tala við þig, þarna sól! Það er sumar og nú er nóg komið - það er bara ljótt að venja mann á sólaryl og sandala til þess eins að sýna manni vald sitt með því að láta snjóa í fjöll... hvað á það að þýða!!! Það er lágmark að svona skammdegisþunglyndissjúklingar séu sendir til sólarlanda þegar svona rugl er í gangi. Pfft!