[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég er algerlega hoppandi kát yfir" nýju" augunum, þetta er með ólíkindum skemmtilegt. Þetta hefur gengið svo vel, ég var komin með 70% sjón 5 mín. eftir aðgerð og morguninn eftir skoraði ég betur í sjónprófinu heldur en með gleraugun fyrir aðgerð er með 100% sjón í fyrsta skipti í 18 ár, enda glápi ég um allt eins og ég hafi aldrei séð neitt fyrr. Gaman.
Fyrir utan aðgerðina og vinnuna, fór ég á Pablo, Jagúar og Tomma, er búin að fara á Jómfrúna, Brennsluna, í útskriftarveislu, klippingu og strípur, tvær æfingar... ekki skrýtið að maður sé þreyttur.