[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Tilhlökkun Ég hef verið í fríi síðan á fimmtudag, þar sem ég ákvað að taka tilmælum söngkennarans og hvíla mig og raddræfilinn, sem hefur ekki verið upp á marga fiska vegna vöðvabólgu og streitu. Ég hef því ekki æft mig mikið, reynt að slaka bara vel á og njóta mín.
Á fimmtudaginn var verklega hljómfræðiprófið. Ég náði nú að klúðra því með stressi og negldi ekki einu sinni almennilega þau atriði sem þó voru góð á æfingum, spæling þar... kennarinn sagði mig hafa fengið ca 6,5 út úr þessu samtals, enda var skriflega prófið eins og morðvettvangur. En maður slefaði þetta þá allavega, svo kíkir maður á þetta í sumar bara.
Á föstudaginn fór ég svo í augnskoðun vegna laseraðgerðarpælinga minna, til að fá á hreint hvort ég væri kanditat í LASIK aðgerð. Ég þótti koma mjög vel til greina og er ég að melta hvort ég leggi í þetta, en mér býðst að fara bara strax í vikunni ef ég vil. Ég skrapp síðan bara á Jómfrúna og fékk sérstakt smurbrauð í tilefni dagsins "Bryllup" svo kíkti ég í bæinn. Á laugardaginn fór í svo í nuddið sem mig hefur vantað í allan vetur, ekta sjúkranudd. Þegar ég var búin að dúlleríinu fór ég og fékk mér hamborgara á nýju Hamborgarabúllunni hans Tomma, ósköp mikið dekur og rólegheit bara á mér. Ég var það slæm að nuddarinn vildi fá mig aftur, ég var rosafegin að fá tíma aftur í dag og er loksins að mýkjast upp. Ég æfði smávegis í dag, en mjög lítið samt enda röddin ansi tæp. Á morgun er svo 5. stigs prófið, það verður bara að hafa sinn gang, ég hlakka til prófsins sjálfs og er að reyna að láta stressið yfir því að hafa ekki getað æft skalana og það dæmi allt undanfarið, yfirtaka mig. Ég er með skemmtileg lög og tek mér frí í vinnunni og svona, eftir próf er það Jómfrúin og fögnuður yfir próflokum.
Ég þarf að ákveða mig á morgun hvort ég ætla ekki bara að skella mér í LASIK... ég hallast bara að því svei mér þá! Jibbí! Próflok og ný augu.... allt að gerast bara!
:: geimVEIRA:: kl. 19:51:: [+] ::
...