[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Skakkt Dagurinn upphófst á þreyttri gleði sem breyttist nú óneitanlega þegar ég varð fyrir fljúgandi olíu í rokinu. Sem betur fer var ég að koma út af kaffihúsi og var svo heitt að ég hafði úlpuna fráflaggandi í rokinu... svo olían lenti "bara" á hvíta bolnum sem ég var í beint framan á mér, en eyðilagði ekki dýru fínu úlpuna mína (hjúkk). Ég dreif mig í Ósóma og keypti Afsakið hlé-bolinn sem var búinn um daginn (ég gaf þann sem ég keypti þá) og er því komin í íslenska hönnun og jájá. Allt fljúgandi olíu að kenna/þakka! Svo kom ég aftur í vinnuna og þá losnuðu gleraugun mín upp og er stykki brotið svo þau eru skökk (þ.e.a.s. púðinn fór... umgjörðin er titaniumdæmi og fer ekki svo auðveldlega) en ég upplifi heiminn mjög skakkan. Kannski er þetta Janice tengingin? Er þetta að vera stoned? Að lenda í fljúgandi olíu og vera síðan með skakka sýn á heiminn? Það er allavega eitthvað skakkt við þetta!
:: geimVEIRA:: kl. 14:26:: [+] ::
...